Sólarfilmur í bíla
Bílafilman er reyklituð og fáanleg í eftirfarandi styrkleikum :
50 er ljósasta bílafilman
35 er næst ljósust
20 er næst dekkst
05 er sú dekksta
Fallegur bíll með filmu. Allir bílar eru fallegri þegar búið er að setja reyklitaða filmu í þá. Litur filmunnar dregur fram gluggalínu bílsins, það er ekki að ástæðulausu sem bílaframleiðendur og umboð sýna nýja bíla með filmum í auglýsingum sínum.

Hita einagrandi. Filman kemur í veg fyrir að bíllinn hitni eins mikið að sumri og eykur eynangrunargildi á veturna einnig þannig að hitinn geislar ekki eins hratt út.
Minnkar birtu og glýju í augu. Filman kemur í veg fyrir að sterk sól eða jafnvel sól sem er lágt á lofti blindi þá sem eru í bílnum.
Öryggisatriði. Lendi bíll í árekstri og rúður brotna heldur filman rúðunni saman þannig að hún splundrast ekki út um allt og yfir farþega.
Þjófavörn. Dökk filma minnkar líkur á því að þjófar sjái hvað er inni í bílnum og þannig minnkar líkur á innbroti. Jafnvel þó viðkomandi brjóti rúðu fer rúðan ekki auðveldlega í sundur sökum styrkleika filmunnar.
Börnunum líður betur með sólarfilmu í rúðum.
Stöðva upplitun sökum sólarljóss. Filmurnar stöðva 98% af útfjólubláum geislum sólarinnar (UV geislar) og þannig minnkar upplitun inni í bílnum.
Rispuvörn. Sólarfilman er með rispuvörn sem þýðir að auðvelt er að þrífa rúður þú filman sé komin á (þó má ekki nota harða hluti til að skafa filmuna)

Hafið samband við sérfræðinga okkar til að fá verðáætlun eða tilboð í sólarfilmur í bílinn.
Fleiri gerðir filma eru fáanlegar en þær sem hér eru taldar, hafið samband við okkur ef þessar filmur leysa ekki ykkar þarfir.