Sólarfilma

Sun-gard Sólarfilma

Sólarfilmurnar eru til í eftirtöldum litum :
Reyklituð
Brons
Silfur
Blá Silfur
Helstu kostir sólarfilmu :

Minnka birtu. Sun-Gard sólarfilmur minnka birtu sem getur verið mjög óþægileg þegar sólin er sterk eða bara lágt á lofti.
Minnka Glýju. Filmurnar minnka eða koma í veg fyrir glýju á sjónvarps og tölvuskjám.
Hita-einangrandi minnkar bæði hita og kulda. Filman kemur í veg fyrir að sólargeislarnir hiti innanrými of mikið ásamt því að hafa einangrunargildi á veturna þannig að hitinn geislar ekki eins hratt út.
Stöðva útfjólublágeisla. Sólarfilmur Sun Gard stöðva um 98% af hættulegum útfjólubláum geislum sólarinnar (UV geislar). Þessir geislar valda krabbameini í húð ásamt því að skemma húsgögn, málverk, fatnað og aðra innanstokksmuni með upplitun. (Einnig er til glær filma sem gerir sama gagn gagnvart útfjólubláum geislum, sjá Glass-Gard öryggisfilmu)

 

Öruggari rúður. Filman kemur einnig í veg fyrir að gler þeytist í allar áttir ef rúður brotna. (Þó eru til sérstakar glærar örggisfilmur frá Glass-Gard sem eru þykkari og sér gerðar til þessa)
Rispuvörn. Sun Gard sólarfilman er með rispuvörn sem þýðir að auðvelt er að þrífa rúður þú filman sé komin á (þó má ekki nota harða hluti til að skafa filmuna)
Dæmi um notkun :
Heimili til að minnka hita og birtu, vernda dýra innstokksmuni. Gera lífið bærilegra í sterkri sól og miklum hita.
Skrifstofa minnka hita og birtu til að bæta vinnuaðstöðu. Starfsfólk skilar betri afköstum með vellíðan.
Tölvuherbergi minnkar hita sem eykur endingu og gangöryggi vélbúnaðar
Verslanir kemur í veg fyrir upplitun af völdum sólargeisla, starfsfólki líður betur sökum minni hita og birtu af sterkri sól.
Heimili, verslanir, þjónusta og öryggi. Spegil filma fyrir þá sem vilja sjá út en að aðrir sjá ekki inn.

Hafið samband við sérfræðinga okkar til að fá verðáætlun eða tilboð í  Sun-Gard  sólarfilmur
Fleiri gerðir filma eru fáanlegar en þær sem hér eru taldar, hafið samband við okkur ef þessar filmur leysa ekki ykkar þarfir.