Öryggisfilma

Glass-Gard Öryggisfilma
Filmurnar eru til í eftirfarandi gerðum :
GG200 200mil
GGL400 400mil

GGL800 800mil
GGL1200 1200mil
GGL800-Si15 800mil
Glass-Gard öryggisfilmur eru notaðar af eftirfarandi ástæðum.
Innbrotsvörn. Filmurnar hægja á eða koma í veg fyrir innbrot inn um rúður.
Stöðva útfjólublágeisla. Sólarfilmur Glass-Gard stöðva um 98% af hættulegum útfjólubláum geislum sólarinnar (UV geislar). Þessir geislar valda krabbameini í húð ásamt því að skemma húsgögn, málverk, fatnað og aðra innanstokksmuni með upplitun.
Skemmdir af glerbrotum. Glass-Gard filmurnar koma í veg fyrir að gler kastist út um allt og skemmi þar með út frá sér brotni rúða. Oft er brotin rúða eitthvað sem gerist óvart en engin ástæða til að skemmdir verði á öðru  en rúðunni.
Slys á fólki út frá rúðubroti. Allir geta gert sér í hugarlund hvað glerbrot geta slasað fólk illa brotni rúða. Filmurnar halda rúðunum mjög vel saman með sterku glæru lími þannig að þær brotna ekki eins og óvarin rúða.
Dæmi um notkun :
Heimili. Minnka möguleika á eða stöðva möguleg innbrot, upplitun og sem öryggi í ofsaveðri.
Skrifstofa. Minnka möguleika á eða stöðva möguleg innbrot, upplitun og sem öryggi í ofsaveðri.
Verslanir. Minnka eða stöðva upplitun, minnka möguleika á eða stöðva möguleg innbrot
Vinnusvæði. Til að koma í veg fyrir slys á fólki og skemmdir á eignum við rúðubrot.
Söfn til verndar dýrmætum hlutum fyrir UV geislum.
Kostur Glass-Gard öryggisfilma er að þær eru alveg glærar og sjást ekki, þannig að rúðurnar njóta sín sem áður. Glassgard filmur eru jafnvel notaðar til að koma í veg fyrir slys og skemmdir af völdum sprengingar en þá venjulega samhliða sérstökum festingum sem festa filmuna við gluggakarma. (Talið við sérfræðinga okkar ef þið þurfið sértækar lausnir)


Hafið samband við sérfræðinga okkar til að fá verðáætlun eða tilboð í Glass-Gard öryggisfilmur
Fleiri gerðir filma eru fáanlegar en þær sem hér eru taldar, hafið samband við okkur ef þessar filmur leysa ekki ykkar þarfir.