Snerta nr : 30 Aðalgeymir +
Snerta nr : 87 Aukageymir +
Snerta nr : 86 Tengist inn á jörð aðalgeymis
Virkni :
Spennustýrður segulliði tengir saman rafgeyma þegar spennan á aðalgeymi fer upp fyrir26,8 V en slítur sambandið ef spennan fellur niður fyrir 25,2V
Hentar vel til notkunar á hleðslustýringu á auka rafgeymum í Húsbílum, Fellihýsum, Jeppum, Bátum og öðru þar sem aukarafgeymir er notaður.
Nánari skýring virkni :
Hleðsludeilirinn kemur í veg fyrir afhleðslu aðalgeymis þegar verið er að nota rafmagn af aukageymi með því að slíta sambandið fari spennan niður fyrir 25,2V og þar með er alltaf hægt að ræsa vél þó spenna aukageymis hafi fallið verulega. Hleðsludeilirinn tengir síðan aftur saman þegar spennan fer upp fyrir 26,8V og hleður þar með aukarafgeyminn.
Frágangur :
Notið öryggi á + lögn við báða rafgeyma, hentug stærð getur verið 40 til 80A, öryggin skulu vera eins nálægt hvorum rafgeymi og mögulegt er.
Mælt er með að sverleiki víra milli rafgeyma sé 6 til 16 mm2 eða sverari sé lagnaleið löng.
Jarðtenging á milli rafgeyma þarf að vera jafnsver og + vírinn, að minnsta kosti.
Festið segulliða þannig að pólar snúi niður og einangrið tengi til að koma í veg fyrir hugsanlegt skammhlaup.
Gott er að hylja víra með plastbarka til að verja þá fyrir hnjaski.